Farfuglar

Tugþúsundir gæsa eru nú í Austur-Skaftafellssýslu lang mest heiðargæsir. Mikið er líka af gæsum á Suðurlandi og Austurlandi og líklegast víða um land. Yfir 2000 helsingjar voru syðst í Álftarfirði (A) og mikið af heiðargæsum og töluvert af grágæsum. 45 margæsir sáust á flugi við Þvottárskriður og ein á túni við Hnauka í Álftarfirði. Um 370 hrafnsendur voru… Continue reading Farfuglar

Farfuglar

Fyrsta maríuerla vorsins við Einarslund í morgun, mikið streymi af þúfutittlingum um allt við Höfn. binni@bbprentun.com

Farfuglar

Mikið kom af farfuglum á suðausturland í dag, stanslaust flug heiðlóa, hrossagauka, stelka og heiðargæsa. Frá Höfn og í Suðursveit mátti sjá tugi hópa af hrossagaukum svona 20-50 saman, mörg hundruð heiðlóur í svona 50-200 fugla hópum. töluvert er komið af heiðargæsum og komu margir hópar inn á dag, nokkrar blesgæsir og helsingjar voru hér… Continue reading Farfuglar

Farfuglar

Á Flóanum við Höfn voru all margir stelkar, 23 heiðlóur (firsti hópurinn sem ég sé hér í vor), margir tjaldar og 15 brandendur. Það er komið töluvert af stelkum en enn hefur ekki sést sandlóa á Höfn og er það óvenjulegt (sjást yfir leitt fyrst 1.-5. apríl). Á Flóanum við Höfn eru 140 jaðrakanar. Í Lóni… Continue reading Farfuglar

Farfuglar

Utan við Ósland á Höfn voru 3750 ritur í einum hóp, ótrúleg sjón þar sem um 10 pör verpa á svæðinu. Grafandarpar á Þveit og 5 fuglar á Rotum í Nesjum. binni@bbprentun.com

Farfuglar

Margir skúmar utan við Jökulsárlón (SE).  Fyrstu tveir flórgoðarnir komnir á Kaldbakstjarnir við Húsavík (NE). Um 2000 skóarþrestir við Hala og Gerði í Suðursveit. gaukur.h@simnet.is, binni@bbprentun.com

Farfuglar

Nú í morgun var ógrynni skógarþrasta á ferðinni um A-Skaftafellssýslur.  Fyrsta heiðlóa vorsins í Egilsstaðanesi. gaukur.h@simnet.is

Farfuglar

Við Einarslund og á Höfn voru þúsundir af skógarþröstum í morgum, mest bar á þeim á milli kl. 10:00 og 12:00 en svo var eins og bróðurparturinn af þeim héldi áfram.  Fyrsta heiðlóan sást við Húsavík og 18 voru á leirunum í Sandgerði. binni@bbprentun.com, gaukur.h@simnet.is

Farfuglar

Syngjandi skógarþrestir víða á Höfn og nágrenni einnig eru nokkur hundruð þrestir út um allan bæ. Mikið fuglalíf var utan við Óslandið og mátti þar m.a. sjá stelk, tjalda og sendlinga um 40 tildrur í hóp og stóra máfa í miklu æti (loðna ?). Grágæsum, urtöndum og rauðhöfðaöndum fjölgar hægt og rólega. Grafandarpar var á Rotunum í… Continue reading Farfuglar

Farfuglar

Um 150 fugla skógarþrastarhópur var við tjaldstæðið á Höfn seinnipartin í dag þetta er stærsti hópurinn til þessa. Rúmum klukkutíma síaðr voru komnir 500+ skógarþrestir á svæðið og víða fuglar í minni hópum. binni@bbprentun.com

Farfuglar

Stök heiðlóa sást í Stykkishólmi, 23 við Borg hjá Eyrarbakka og 7 voru við Villingaholt í Flóa.  246 blesgæsir í Þykkvabæ.  2 skúfendur komnar á Skjálftavatn í Kelduhverfi og 3 í Hólskrók í sömu sveit.  18 rauðhöfðar einnig komnir á Skjálftavatn.  Stök heiðagæs var við Kaldbakstjarnir sunnan Húsavíkur. gaukur.h@simnet.is

Farfuglar

Skógarþröstum hefur augljóslega fjölgað á Húsavík, Seyðisfirði, Fáskrúðsfirði, Höfn og í Grímsnesi.  20 stelkar sem sáust á Fáskrúðsfirði eru fleiri en voru þar í vetursetu.  Álftum hefur fjölgað talsvert í Þingeyjarsýslum, t.d. voru um 40 við Laxamýri og 50 við Kvíaból í  Kaldakinn. Heiðlóur og hrossagaukar sáust á Höfn. gaukur.h@simnet.is, binni@bbprentun.com

Farfuglar

5 brandendur, 13 urtendur, skúfandarpar og fjörupói á Djúpavogi nú í morgun.  32 brandendur og um 40 blesgæsir í Andakíl í morgun.  Brandöndunum fjölgaði raunar hratt í Andakílnum og voru orðnar 113 seinnipart dags.  22 helsingjar og 8 grágæsir við Skjaldvararforss á Barðaströnd.  Fyrstu tvær grágæsir við Langhús í Fljótum eru mættar.  12 rauðhöfðaendur mættar… Continue reading Farfuglar

Farfuglar

Fyrsta heiðlóa vorsins var mætt við Einarslund á Höfn nú í morgun.  Mikið aðkomuflug grágæsa, heiðagæsa og nokkrar blesgæsir hefur verið við Höfn og nýr hópur 19 brandanda var þar kominn.  Töluvert af urtöndum og rauðhöfðaöndum vi Höfn. 9 hettumáfar í Bolungarvík og 15 á Patreksfirði.  Stök grágæs í Bíldudalsvogi.  Enn eru tveir hrafnsandarsteggir við Húsavíkurhöfn.  Rauðhöfðaönd komin… Continue reading Farfuglar

Farfuglar

Fyrstu skógarþrestir vorsins sáust á Fáskrúðsfirði (4), Þórshöfn (1) og á Kópaskeri (nokkrir).  Grágæsum fjölgar víða um land.  3 heiðargæsir mættar í Kaldakinn, en afar sjaldgæft er að heiðargæsir komi svo snemma í Þingeyjarsýslum, ef ekki fordæmalaust.  2 pör af rauðhöfðaöndum komin á Neskaupsstað. gaukur.h@simnet.is

Farfuglar

Tajaldar hafa sést við Eyrarbakka, á Patreksfirði og Tálknafirði og einn telkur sást líka í Tálknafiðri en það er ólíklega fugl sem er nýkominn til landsins. Þann 13. sáust álftir á Fáskrúðfirði, Reyðarfirði og á flugi yfir Heimaey. Álftahópar hafa sést fljúga upp með Ölfusá við Selfoss og svo eru komnir tjaldar við Selfoss. Í… Continue reading Farfuglar

Farfuglar

Álftum fjölgar hratt þessa dagana og sjást hver hópurinn á fætur öðrum koma til landsins t.d. hafa all margir frekar littlir hópar komið yfir Höfn og svo voru um 1600 komnar á Lónið í Austur-Skaft. Þar sáust líka fyrstu rauðhöfðaendurnar í dag 21 fugl. Á Þveit í Nesjum (SA) var urtandarpar, 3 gulendur og nokkrir… Continue reading Farfuglar

Farfuglar

Brandendur 4 á Hala og 10 á Höfn. Skúmur sást Breiðamerkursandi. Álftir á víð og dreif um A-Skaft, flestar 50 í hóp við Sléttaleiti Suðursveit. Utan við Ósland á Höfn voru nokkrir sílamáfar. omarrun@gmail.com, binni@bbprentun.com

Farfuglar

A.m.k. 2 litlir álftarhópar komu yfir Höfn í morgunn, tjaldar sjást orðið á nokkrum vorsetustöðum. Fimm álftir sáust í Fáskrúðsfirði. binni@bbprentun.com

Farfuglar

Tjaldar eru komnir til Seyðisfjarðar, þar sáust 14 fuglar í dag, einnig eru tjaldar farnir að sjást utan hefðbundinna vetrardvalastaða við Höfn. Grafandarkolla sást með stokköndum á Höfn, en grafandarkolla sást 4. mars á Bjarnanesrotum í Nesjum og er það líklegast sami fugl. Engin grafönd var á svæðinu í vetur svo vitað sé. binni@bbprentun.com