Einarslundur

Einarslundur

 
Einarslundur er trjálundur rétt innan við þéttbýlið á Höfn sem Félag fuglaáhugamanna Hornafirði hefur til umráða, Einar Hálfdanarson skógræktaráhugamaður á Höfn byrjaði að planta trjám við Miðfjárhúsahól um eða uppúr 1950, hann ánafnaði félaginu trén og gerður var samningur við Sveitarfélagið Hornafjörð um svæðið í­ kringum lundinn.
 
 

Einar Hálfdanarson

skógræktaráhugamaður
 
    Einar Hálfdanarson fæddist á Fagurhólsmýri í­ Öræfum 4. júní­ 1920. Foreldrar hans voru Hálfdan Arason og Guðný Einarsdóttir. Þegar Einar var tveggja ára flutti hann með foreldrum sí­num og systkinum að Bakka á Mýrum og bjó fjölskyldan þar til 1947 er hún flutti á Höfn. Á Höfn stundaði Einar ýmis störf, var m.a. lengi umsjónarmaÃður Fiskiðjunnar. Hann stofnaði ásamt föður sí­num og bræðrum Vélsmiðjuna Ás sem seinna sameinaðist Vésmiðju Hornafjarðar, en þar starfaði Einar meðan heilsan entist.
     Eftir að Einar settist að á Höfn fékk hann mikinn áhuga á skógrækt og má telja hann fyrsta skógræktarmanninn á Höfn. Hann var um tíma formaður Skógræktarfélags Austur-Skaftafellssýslu. Um 1950 byrjaði Einar að planta trjám við Miðfjárhúshól á Höfn og um tíu árum sÃíðar við Hellisholt á Mýrum þar sem hann kom sér einnig upp sumarbústað. Lundurinn við Miðfjárhúshól er yfirleitt kallaður Einarslundur en margir þekkja hann undir nafninu Ugluskógur. ͍ Einarslundi er mest af barrtrjám en einnig nokkuð af lauftrjám. Margar tegundir fugla hafa sést í­ og við lundinn og finnast þar stokkandar, hrossagauks og skógarþrastarhreiður á hverju ári. Af merkilegum tegundum sem þar hafa sést má nefna norðsöngvara (Phylloscopus borealis), skúmsöngvara (), húmgala (Luscinia luscinia), skógtittling (Anthus hodgsoni), þistilfinku (), rákaskríkju (), hörputittling (), fölheiði () og músvák (Buteo buteo).  Fuglaáhugamenn á Höfn hafa verið tíðir gestirí­ Einarslundi um árabil og er óhætt að fullyrða að Einari hafi ekki leiðst þær gestakomur. Eftir að hann af heilsufarsástæðum dró sig í­ hlé frá daglegu amstri, var honum þív­ ljúft að afhenda Félagi fuglaáhugamanna lundinn sinn til eignar og umráða.
 
Sigurður Hannesson, Menningarmiðstöð Hornafjarðar
 
 
Einarslundur formlega opnaður sem fugla- og útivistarstaður. Félag fuglaáhugamanna á Hornafirði afhenti Einari Hálfdanarsyni lí­tið þakkarskjal fyrir að hafa ánafnað félaginu lundinum. Myndir frá athöfninni og frá Kvískerjum í­ Öræfum, þar sem sést yfir Hvamminn og landsmótsgesti.