Ársgamlar kríur

Þann 1. júní sást fyrsta ársgamla krían við Ósland á Höfn í ár. Einn fugl sást svo bæði 2. og 3. en í dag voru þær allavega 10 og mun svo vonandi fjölga töluvert næstu daga. All miklar merkingar hafa verið í Óslandi undanfarin 10 ár og voru um helmingur af þessum ung kríum merktar og töluvert ber á merktum fullorðnum fuglum í varpinu. Erfitt er að lesa af merkjum á kríum nema ná þeim. Á síðast ári bar óvenju mikið á ársgömlum fuglum og verður vonandi framhald á því í ár en kríuvarp á Suðausturlandi gekk mjög vel í fyrra.

binni@bbprentun.com

kria-ung