Farfuglar

SA-land:
Fyrstu heiðlóurnar sáust í dag, 5 fuglar á túni við Grænahraun í Nesjum. Lómar eru komnir á tjarnir í Hornafirði. Rauðhöfðaendur komnar víða í Hornafirði frá Höfn að Breiðabólstaðalóni einnig álftir, flestar voru álftirnar í Flatey á Mýrum 380 og þar voru einnig 15 blesgæsir og 20 grágæsir. Neðan þjóvegar við Borg á Mýrum voru 140 álftir og 16 blesgæsir. Skógarþrestir komu í nótt um 100 sáust á Reynivöllum, 20 á Gerði og um 30 á Jaðri í Suðursveit, nýkomnir skógþarþrestir sáust lík á Höfn og Djúpavogi. Fyrstu heiðagæsirnar sáust við Grænahraun í Nesjum og þar voru nokkrar grágæsir líka en um 30 grágæsir frá Sléttaleiti í Suðursveit og að Hala. Á Breiðabólstaðalóni í Suðursveit voru 51 brandönd og 116 voru komnar á Flóann á Höfn.
Landið:
Fyrsti tjaldurinn er komin á Selfoss og þar fjölgaði skógarþröstum í morgun. Við Eyri í Fáskrúðsfirði voru 13 rauðhöfðaendur. Ein stök heiðlóa í Gaulverjabæ og 7 fuglar í Grunnafirði. Skúmur sást við Þjórsá opg tjaldar streyma nú til landsins og hafa sést víða.

bjugnefja@smart.is