Farfuglar/Migration

Nokkrar kríur sáust við Ósland og við golfvöllinn á Höfn. Á Flóanum á Höfn voru komnir 217 jaðrakanar. Á Þveit í Nesjum voru 22 skúfendur og 2 duggendur. Mikil fjölgun skógarþrasta og gæsa í Kelduhverfi. Nokkri kjóar og 10 duggendur í Meðallandi. Fyrsti flórgoðinn kominn á Kaldbakstjarnir við Húsavík. Neðan við Brimilsvelli á Snæfellsnesi sáust 220 rauðbrystingar, 35 tildrur og sanderla.

bjugnefja@smart.is