Farfuglar/Migration

Kríur sáust í Óslandi á Höfn, einnig 3 spóar. Í Lóni sáust tæplega 1300 helsingjar flestir 720 við Hlíð. Við Hnauka í Álftafirði voru um 300 helsingjar. Á túnum í Lóni var mikið af skógarþröstum mest um 1000 fuglar við Stafafell. Nokkur hundruð jaðrakanar voru á Starmýrarteigum í Álftafirði. Skeiðandarsteggur sást við Hraunkot í Lóni. Við Vikingavatn í Kelduhverfi hefur skúföndum fjölgað mikið, þar sáust líka himbrimi, skeiðönd og stelkur. Sandlóa sást í Bakkakrók við Húsavík. Sandlóa við Bakkatjörn á Seltjarnarnesi og við Búðasand. Hettumáfar komnir í Skutulksfjörð, rúmlega 100 fuglar. Við Hraun í Ölfusi sáust 34 kjóar, 4 brandendur, mikið af álftum, rauðahöfðaöndum og gæsum. Þúfutittlingur við Víkingavatn í Kelduhverfi. Reykjanes, 3 spóar, heiðlóur og hrossagaukar.

bjugnefja@smart.is