Farfuglar/Migration

Fyrsta sandlóa vorsins sást á Sílavík á Höfn, grágæsa og heiðagæsahópar yfir Höfn og í kvöld einn lítill helsingjahópur. Við Grænahraun í Nesjum um 500 heiðagæsir og 3 helsingjar. Á Lóninu komnar 5900 álftir og 250 rauðhöfðaendurSkógarþrestir komnir norður, bæði á Húsavík og í Kelduhverfi. Margæsir komnar á Álftanes og Seltjarnarnes, brandendur á Bakkatjörn á Seltjarnarnesi. Grágæsir og heiðagæs í Kelduhverfi og grágæsir í Mývatnsveit. Grafendur, gargendur og rauðhöfðar í Mývatnssveit. Skúmur sást við Þjórsárós. Áttatíu lundar við Skeiðsöxl á Tjörnesi. Flóinn, 600 blesgæsir, 200 heiðagæsir og 8 skúmar. Hetumáfar komnir til Siglufjarðar.

bjugnefja@smart.is