Farfuglar/Migration

Álftum fjölgar á Suðausturlandi, 135 voru á Þveit í Nesjum og 103 á Breiðabólstaðalóni í Suðursveit, þar á milli voru álftir á nokkrum stöðum. Á Breiðabólstaðalóni vor grafandarpar, 46 rauðhöfðaendur og 46 urtendur. Nokkrir skúmar sáust á Breiðamerkursandi austan við Jökulsálón. Lítið sást af gæsum á milli Hafnar og Jökulsárlón einungis nokkrar grágæsir en heiðagæsum hafði fjölgað við Grænahraun í Nesjum frá í gær. Fyrsti hettumáfur ársins sást á Raufarhöfn í dag. Skúmur sást á Meðallandssandi.

bjugnefja@smart.is