Farfuglar/Migration

Mikið að koma inn af rauðhöfðaöndum og urtönd og sáust 250 rauðhöfðaendur og 165 urtendur auk 10 grafanda á Fornustekkarotum og Kríutjörn í Nesjum. Á Þveit í Nesjum voru 21 skúfönd, 60 duggendur, 29 rauðhöfðaendur og 8 lómar. Við Krossbæ í Nesjum voru 25 urtendur. Við Gerði í Suðursveit voru margæs og 30 helsingjar og á túnum við Hala í Suðursveit, 110 helsingjar, 15 heiðlóur og um 750 skógarþrestir.

bjugnefja@smart.is