Farfuglar/Migration

Á Stekkakeldu við Höfn, voru 44 jaðrakanar og 23 brandendur. Helsingjum hefur fjölgað mikið við Hellisholt á Mýrum voru 550, Yfir 1000 við Flatey og þar voru um 4000 heiðagæsir líka. Á Fífutjörn í Suðursveit voru 2 grafendur og 3 lómar. Á Steinsandi í Suðursveit  var frekar rólegt en þar voru um 100 heiðagæsir og 12 helsingjar. Á túnum við Stafafell í Lóni voru yfir 300 heiðagæsir, 34 grágæsir, 4 helsingjar, heiðlóur og skógarþrestir. Við Vík í Loni 117 helsingjar, 43 heiðagæsir, einnig heiðlóur og skógarþrestir. Mörg hundruð tjaldar eru nú í Hornafirði og Skarðsfirði.

bjugnefja@smart.is