Farfuglar

Á Djúpavogi sást fyrsta gargöndin einn karlfugl, einn kjói og svo fylltist bærinn af skógarþröstum. Þar hefur skúföndum fjölgað eins og í Austur-Skaftafellssýslu. Ein maríuerla sást við Grænahraun í Nesjum og a.m.k. 4 á Breiðabólstaðatorfu í Suðursveit. Mjög mikið er af helsingjum á Suðausturlandi frá Álftafirði og að Breiðamerkursandi og líklegast allveg vestur úr. Gæsahópar komu hver á eftir öðrum í dag yfir Suðausturland. Um 400 jaðrakanar voru komnir á Álftafjörð og heiðlóuhópar og hrossagaukar sjást orðið víða. 

binni@bbprentun.com