Farfuglar

Fyrsta maríuerlan sást í gær við Grænahraun í Nesjum, var að vísu af bresku deilitegundinn (bretaerla) svo enn hefur ekki frést af íslenski maríuerlu. Á suðaustlandi er komið töluvert af hrossagaukum, heiðlóum, stelkum og jaðrakönum. Skúfendur og duggendur eru byrjaðar að koma, mikið komið af rauðhöfðaöndum, helsingjum, heiðagæsum, grágæsum, blesgæsum og álftum. Fyrstu þúfutittlingarir eru komnir. Tvær margæsir sáust við Höfn og svo er töluvert komið af þeim á hefðbundnari slóðir á Suðvesturlandi. Frést hefur af einum kjóa og svo eru flórgoðar byrjaðir að sjást á hefðbundum sumarstöðum. Eftir stóru gusuna af skógarþröstum þann 1. apríl hafa þeir haldið áfram að koma en þó ekki í eins miklu magni i einu heldur svona meira jafnt og þétt. Í gær voru þúsundir af skógarþröstum á túnum í Lóni og svo sást ein humla (hunangsfluga) við Reyðará í Lóni.

binni@bbprentun.com