Farfuglar

Skógarþrestir héldu áfram að koma til landsins en í mun minna mæli en í gær á Höfn, þeir halda svo áfram vestur með sunnanverðu landinu. Þúsundir voru undir Eyjafjöllum og töluvert þar fyrir vestan. Fyrstu helsingjarnir sáust við Grænahraun í Nesjum í dag og svo sást sandlóa á Sílavík á Höfn, einnig á Stokkseyri og Sandgerði. Jaðrakönum heldur áfram að smá fjölga á Höfn um 40 fugla sáust. Gæsir og álftir streyma nú inn. Á Höfn sáust 85 brandendur og ein við Vagnbrekku í Mývatnsveit.

binni@bbprentun.com