Farfuglar

Mikið kom af farfuglum á suðausturland í dag, stanslaust flug heiðlóa, hrossagauka, stelka og heiðargæsa. Frá Höfn og í Suðursveit mátti sjá tugi hópa af hrossagaukum svona 20-50 saman, mörg hundruð heiðlóur í svona 50-200 fugla hópum. töluvert er komið af heiðargæsum og komu margir hópar inn á dag, nokkrar blesgæsir og helsingjar voru hér og þar á leiðinn frá Höfn og í Öræfin en mest var við Holta bæina á Mýrum t.d. 100 fugla helsingja hópur og svo annar um 50 fuglar og þar voru líka 50-60 blesgæsir. Gargandarpar var á Jökulsárlóni og þar sáust einig 3 sandlóur. á Stekkakeldu og Flóanum á Höfn (á flóði) voru yfir 1000 jaðrakanar, 1000-1500 stelkar, 60-70 sandlóur, heiðlóur, tildrur, lóuþræll, brandendur, tjaldar, stormmáfar um 120 hettumáfar, sílamáfar og nokkrir þúfutittlingar. Á Sílavík á Höfn var lóuþræll og nokkrar sandlóur. Utan við Ósland á Höfn voru 9 margæsir, nokkrar rauðhöfðaendur og tveir jaðrakanahópar komu fljugandi af hafi einnig heiðlóuhópar og hrossagaukshópar. Brandendur sáust neðan við sléttaleiti í Suðursveit.

binni@bbprentun.com