Farfuglar

Á Flóanum við Höfn voru all margir stelkar, 23 heiðlóur (firsti hópurinn sem ég sé hér í vor), margir tjaldar og 15 brandendur. Það er komið töluvert af stelkum en enn hefur ekki sést sandlóa á Höfn og er það óvenjulegt (sjást yfir leitt fyrst 1.-5. apríl). Á Flóanum við Höfn eru 140 jaðrakanar. Í Lóni voru um 7000 álftir en lítið af öðru en æðarfuglum. 73 hrafnsendur voru á vetrastöðvunum við Þvottá og 83 við Þvottárskriður en þar var líka ein margæs. Undir Hvalnes og Þvottárskriðum voru nokkur þúsund ritur yfirleitt í 500-1000 fugla hópum. Ein blesgæs var við Vík í Lóni og 6 við Hnauka í Álftarfirði en þar var líka einn helsingi með um 350 heiðargæsum og um 50 grágæsum. Gargandarsteggur var á Þveit í Nesjum og skúfendur á nokkrum stöðum í Nesjum.

binni@bbprentun.com