Farfuglar / Bird migrations

Maríuerlur sáust við Holtahóla á Mýrum og Smyrlabjörgum í Suðursveit í dag einnig á Skeiðum. Þúfutittlingar voru við Einarslund á Höfn. 2 kjóar við Hestgerði í Suðursveit, mikið er komið af heiðagæsum og helsingjum á Suðausturland. Lóuþræll og um 20 sandlóur á Sílavík á Höfn og þar voru líka all margar heiðlóur. Um 30 jaðrakanar flugu yfir Einarslund í moegun.

binni@bbprentun.com