Farfuglar / Bird migrations

Með batnandi veðri á Austur helmingi landsins og betri ferðaskilyrðum fór farflugið loksins á flug. Í dag komu þúsundir skógarþrasta á Suðausturland, þeim hreinlega ringdi niður. Á Sílavík á Höfn voru komnar fyrstu sandlóurnar, þar voru líka heiðlóur og stelkar, í gær og í dag hefur komið nokkuð af heiðlóum. Gæsir streyma nú til landsins, lang mest heiðagæsir en einnig töluvert af grágæsum og svo voru komnir helsingjar við Hlíð í Lóni. Hrafnsendur er líka komnar þó ekki mjög mikið en þær sásust við Þvottárskriður í dag. Lundar eru farnir að sjást við Húsavík og utar á Tjörnesi. Margæsir á Álftanesi og svo sitt lítið af hverju á Suðurlandi. Fyrsti steindepill ársins var í Vík í Lóni í dag og er þetta mjög snemmt fyrir steindepil.

binni@bbprentun.com