Farfuglar / Bird migrations

Lóan er komin, 27. mars sást heiðlóa á Suðurlandi og Suðausturlandi, líklegast hafa fyrstu lóurnar sést þann 24. rétt inna við Höfn, en lóurnar koma svo yfirleitt í miklu magni í annari viku apríl. Þann 27. sáust blesgæsir og heiðagæsir ásamt grágæsum í Flóanum. Álftir streyma janft og þétt inn og sáust nokkrir hópar yfir Nesjum í morgun. Á Þveit í Nesjum sáust fyrstu skúfendurnar þann 27. og í dag voru þar 2 skúfendur, töluvert af duggöndum og rauðhöfðaöndum, þar sást líka fyrsti flórgoði ársins í morgun og svo voru komnir þar 8 lómar, þeir fyrstu sem fréttist af þar. Grágæsir sjáust á nokkrum stöðum í Nesjum í morgun en samt fáir fuglar. Á Flóanum við Höfn voru komnar 36 brandendur, 13 stelkar og yfir 100 tjaldar. Tveir sílamáfar voru á Þveit og svo sjást stöku fuglar á Höfn en töluvert er komið af þeim á Suður og Suðveturland. Tjaldar eru komnir í all miklu mæli. Fyrstu skógarþrestirnir komu til Hafnar í dag.

binni@bbprentun.com