Farfuglar / Bird migrations

Álftir voru taldar í Lóni af nemendum FAS 21. mars og voru þá rúmlega 1700 fuglar og svo var aftur talið 23. mars og voru þá um 2700 álftir þar og 16 rauðhöfðaendur. Álftir hafa sést víða á Suðurhluta landsins síðust daga og svo er þær líka farnar að sjást í litlu mæli fyrir austan og norðan. Tjaldar hafa komið inn í all miklu mæli undanfarna daga og er orðið mikið af þeim á Höfn, þeir eru farnir að sjást mjög víða um land og líka inn til landsins á Suðurlandi. 13. mars voru komnar 18 brandendur á Höfn, fjölgaði svo í 21 en fækkaði aftur, 4 sáust á flugi í Andarkílnum 16. mars. Flórgoði sást 11. mars á Mývatni. Lítið hefur heyrst af sílamáfum en nokkrir fuglar hafa sést undafarið á Höfn. Fyrsti skúmurinn sást utan við Breiðamerkursand 7. mars og svo hefur frést af nokkrum skúmum eftir það. Þann 24. voru 15 rauðhöfðaendur og 19 duggendur á Þveit í Nesjum, með duggendurnar er alltaf erfitt að segja til um hvort þetta séu fuglar sem hafa vetursetu við landið eða eru nýkomnar, við sjá ekki svona hópa hér í nágrenni við Höfn fyrir en þær birtast á þveit um og eftir miðja mars ár hvert. Þann 23. hafði teistum fjölgað töluvert við Hvalnes-og Þvottárskriður miðað við það sem var þar í vetur. Lítið hefur borið á grágæsum þó sást um 80 fugla hópur fljúga yfir Höfn 14. mars og svo hafa sést annað slagið fuglar sem eru líklegir farfuglar. 8 hrafnsendur við Saltvík í Skjálfanda 24. mars, ekki virtust vera komnar hrafnsendur við Þvottá og Þvottárskriður þann 23. mars en þar hafa verið um 30 fuglar í vetur. Fyrstu tvær álftirnar komu í Fljótin í morgun og 2 grágæsir sáust á Tjörnesi 18. mars.

binni@bbprentun.com