Farfuglar / Bird migrations

Í Lóni fjölgar álftum jafnt og þétt þó veðrið hafi ekki verið áhugavert til farflugs síðustu daga, í dag voru komnar tæplega 1200 álftir, þann 28. feb voru þar um 600 og 24. febrúar voru ær 224. Í gær sást fyrsti sílamáfurinn á Höfn og í dag fyrsta brandöndin. 28. febrúar voru komnar 3 rauðhöfaendur á Lónið með álftunum en einungis ein sást í dag. Allt bendir til að það séu komnir tjaldar á Höfn, þó svo að vetrartjöldunum virðist hafa fækkað (þeir eru líklegast lagðir af stað norður eða vestur á boginn). Hettumáfur og stormmáfum hefur fjölgað á Höfn síðust daga. Fyrsti tjaldurinn sást í dag í Héðisnvík á Tjörnesi.

binni@bbprentun.com