Farfuglar / Bird migrations

Þann 24. feb sáust 15-20 áftir í Fáskrúðsfirði og 6 fuglar í Bjarnanesrotum í Nesjum. Í dag var farið í Lónið og þar voru 224 álftir en þar hafa ekki verið álftir það sem af er ári. Á Papafirði í Lóni voru 20 álftir. Fimm álftir komu fljúgandi inn Skarðsfjörð og 25 álftir voru á flugi við Árnanes í Nesjum en í Nesjum sáust svo 27 álftir til viðbótar og í einum hópnum var grágæs með þeim, ólíklegt er þó að farfugl hafi verið að ræða, frekar vetursetu fugl. Frá Þvottárósi og suður með Hvalnes og Þvottárskriðum voru a.m.k. 750, lómar sjást þar alltaf að vetralagi en bara stöku fuglar. Stærstu hóparnir voru með vel yfir 50 fuglum og svo margir hópar með 10-30 og svo einn til nokkrir fuglar mjög víða.

binni@bbprentun.com