Farfuglar

Syngjandi skógarþrestir víða á Höfn og nágrenni einnig eru nokkur hundruð þrestir út um allan bæ. Mikið fuglalíf var utan við Óslandið og mátti þar m.a. sjá stelk, tjalda og sendlinga um 40 tildrur í hóp og stóra máfa í miklu æti (loðna ?). Grágæsum, urtöndum og rauðhöfðaöndum fjölgar hægt og rólega. Grafandarpar var á Rotunum í Nesjum. Hettumáfarnir eru farnir að skoða varpstöðvarnar í Óslandi af áhuga.  Margir skógarþrestir skiluðu sér til Húsavíkur síðustu nótt og eru þrestir nú um allan bæ.  Lítill hópur urtanda var mættur á Kaldbakstjarnir sunnan Húsavíkur.  Stelkar og hettumáfar mættir í fjöruna við Sveinseyri í Tálknafirði.

binni@bbprentun.com, gaukur.h@simnet.is