Farfuglar

Fyrsta heiðlóa vorsins var mætt við Einarslund á Höfn nú í morgun.  Mikið aðkomuflug grágæsa, heiðagæsa og nokkrar blesgæsir hefur verið við Höfn og nýr hópur 19 brandanda var þar kominn.  Töluvert af urtöndum og rauðhöfðaöndum vi Höfn. 9 hettumáfar í Bolungarvík og 15 á Patreksfirði.  Stök grágæs í Bíldudalsvogi.  Enn eru tveir hrafnsandarsteggir við Húsavíkurhöfn.  Rauðhöfðaönd komin á Lagarfljót við Egilsstaði.  Skógarþrestir, grafandarsteggur og 4 brandendur á Djúpavogi.  Syngjandi skógarþröstur á Höfða á Völlum.  Tjaldar við Eyjafjarðarbrú eru nú nærri 50.

gaukur.h@simnet.is