Fuglaathugunarstöð Suðausturlands

Í dag var haldinn 9. aðalfundur Fuglathugunarstöðavar Suðausturlands, jákvæð teikn eru um rekstur stöðvarinnar en hann hefur verið frekar lítill undanfarin ár. Nú er verið að vinna að verkefnum með nýstofnaðri Náttúrstofu Suðausturlands og væntum við mikils af því samstarfi.

helgolandsg

Þessa dagana er verið að gera allt klárt fyrir merkingar vorsins í Einarslundi, setja upp net og svo er verið að leggja loka hönd á Helgolandsgildru en það er stór gildra sem er nokkurnskonar tregt, þetta er fyrst svona gildran hér á landi og verður gaman að sjá hvernig þetta verkefni gengur. Gildran verður hrein viðbót við annað í lundinum.

binni@bbprentun.com