Farfuglar

Álftum fjölgar hratt þessa dagana og sjást hver hópurinn á fætur öðrum koma til landsins t.d. hafa all margir frekar littlir hópar komið yfir Höfn og svo voru um 1600 komnar á Lónið í Austur-Skaft. Þar sáust líka fyrstu rauðhöfðaendurnar í dag 21 fugl. Á Þveit í Nesjum (SA) var urtandarpar, 3 gulendur og nokkrir lómar, allt fuglar sem eru líklegast vetursetu fuglar en hafa ekki verið á vatninu í vetur og svo um 30 duggendur en jafn stór hópur hafði sést fyrir 2-3 vikum síðan. 17 brandendur voru á Flóanum við Höfn og ein við dynjanda í Nesjum. 17 álftir í Reyðarfirði.

binni@bbprentun.com