Afmælisdagur

Í dag er Fuglaathugunarstöð Suðausturlands 10 ára og Hálfdán Björnsson frá Kvískerjum 88 ára. Það var meiningin að halda upp á afmæli stöðvarinnar í dag og afmælisritið átti að vera tilbúið, en af hvorugu verður, afmælinu frestað um ókveðinn tíma af ýmsum ástæðum og ritið ekki tilbúið, það kemur vonandi út fyrir lok næstu viku.

binni@bbprentun.com

Gleðilegt nýtt ár

fuglar.is óskar lesendum sínum sem og landsmönnum öllum gleðilegs nýs fuglaárs og þakkar samskiptin á nýliðnu ári.

Pistlar um fugla

Nokkrum nýjum pistlum um fugla hefur verið bætt á heimsíðuna undir flipanum “Pistlar” .

10.000 skógarþrestir merktir

Í dag var 10.000 skógarþrösturinn merktur hjá Fuglaathugunarstöð Suðausturlands frá því stöðin var stofnum árið 2005, alls er búið að merkja rúmlega 25.000 fugla af 67 tegundum.

binni@bbprentun.com

Klapparmáfur á Höfn

Þann 25. águst var þessi máfur myndaður í Mikley og við Álaugarey á Höfn en hann hafði sést áður þann 19. águst í Mikley. Myndirnar voru settar á máfahópa á facebook og var mjög fljótlega staðfest að þetta væri klapparmáfur Larus michahellis “atlantis”, “atlantis” deilitegundin er á Azoreeyjum og Kanaríeyjum og er mun dekkri en Miðjaðrahafsdeilitegundin, en klapparmáfar eru náskildir silfurmáfum. Þetta er þriðji “atlantis” fuglinn sem finnst hér á landi en sá fyrsti var á Heimaey og svo sást annar fuglinn einnig á Höfn. Klapparmáfar eru mjög sjaldséðir hér við land en innan við 10 fuglar hafa fundist en líkleg er að þeim fjölgi næstu árin, með aukinni þekkingu á að greina þá.

BAklapparmafur25082014_3

Klapparmáfurinn er lengst til hægri á myndinni, Björn Gísli Arnarson tók allar myndirnar.

BAklapparmafur25082014_2

 

BAklapparmafur25082014

 

Roðaþernan við Jökulsárlón

Eins og sést á myndum er roðaþernan merkt og er nú komið í ljós hvar og hvenær hún var merkt, þetta er tekið af facebook síðu Birding Iceland.

We now know the origins of the Roseate Tern (Sterna dougallii – Roðaþerna) seen at Jökulsárlón (SE) recently. Steve Newton of Birdwatch Ireland has informed us that this is “63BM” which was ringed as a (well grown) chick on Rockabill off the east coast Ireland on 13 July 2012. Fascinating stuff.

Roðaþernan sem sást við Jökulsárlón nýlega var merkt sem ungi þann 13. júlí 2012 við austurströnd Írlands.

ninni@bbprentun.com

 

yk_stedou140614_1

 

Ársgamlar kríur

Þann 1. júní sást fyrsta ársgamla krían við Ósland á Höfn í ár. Einn fugl sást svo bæði 2. og 3. en í dag voru þær allavega 10 og mun svo vonandi fjölga töluvert næstu daga. All miklar merkingar hafa verið í Óslandi undanfarin 10 ár og voru um helmingur af þessum ung kríum merktar og töluvert ber á merktum fullorðnum fuglum í varpinu. Erfitt er að lesa af merkjum á kríum nema ná þeim. Á síðast ári bar óvenju mikið á ársgömlum fuglum og verður vonandi framhald á því í ár en kríuvarp á Suðausturlandi gekk mjög vel í fyrra.

binni@bbprentun.com

kria-ung

Lónamáfur

Á síðasta ári fannst fyrsti lónamáfurinn Larus melaocephalus eins og sagt hefur verið frá áður en nú er komið í ljós að annar fugl var ljósmyndaður í Óslandi á Höfn þann 8. maí 2013 en það var fugl á öðru ári en sá sem fannst 6. okt 2013 á Jökulsárlóni var firsta árs fugl. Það er svolítið sérstakt að vera að fara yfir myndir sem maður tekur og var ekki alveg viss á sínum tíma af hvaða tegund fuglinn væri en sjá svo við betri skoðun að um nýja tegund er að ræða eins augljóst og það er á meðfylgjandi mynd þó ekki sé hún góð. Lónamáfar geta verið líkir bæði hettumáfum og stormmáfum í útliti eftir aldri og búningum, hettumáfum út af rauðunefi og hettu en eru meira með vaxtarlag stormmáfa eins og sjá má af mynd Daníels Bergmanns frá 6.10 við Jökulsárlón.

08052013

Fuglinn úr Óslandi er kominn með rauðleitt nef með svörtum broddi og svo eru greinileg einkenni eins og dökkur kringum auga og dökkur blettur (mask) aftan við auga einnig eru enn dökkir tertielar og primaries. Lónamáfar skifta yfir í 2. vetursbúning á tímabilinu maí til sept svo þessi fugl er rétt að byrja það ferli. Þann 15. nóvember 2004 fannst fugl sem talinn var vera lónamáfur á Sílavík á Höfn, en þær myndir sem náðust af hönum gátu ekki útliokað stormmáf svo að ekkert varð úr þeirri athugun en lónamáfum hefur verið að fjölga í Evrópu og er að verða all algengur í vestan verðri álfunni og aukast því líkurnar mikið á að þeir sjáist hér við land og gaman verður að fylgjast með þeirri þróun á næstu árum/áratugum.

binni@bbprentun.is

Nýjar tegundir á árinu 2013

Árið 2013 var ekki mjög gjöfult fyrir flækingsfuglaskoðar ef litið er til magns fugla og fjölda tegunda en það sem gerði árið áhugavert eru fimm tegundir sem voru að sjást í fyrsta sinn á Íslandi.

Þann 28. júní fannst roðaþerna Sterna dougalli í Óslandi á Höfn, lengi hefur verið beðið eftir þessari fallegu þernutegund. Roðaþernur eru lítill stofn beggja vegna Atlantshafsins. Mynd: Brynjúlfur Brynjólfsson.

rodaterna

Önnur nýja tegund ársins var lónamáfur Larus melanocephalus en hann fannst á Jökulsárlóni 6. okt og sást í nokkra daga á eftir. Lónamáfáfar urpu first í Evrópu (Ungverjalandi) 1940 en hefur svo fjölgað og verpir næst okkur á Suður-Englandi. Fuglinn sem sást við Jökulsárlón var 1. vetrar fugl. Mynd: Daníel Bergmann.

lónamáfur

Þriðja tegundin sem búist hefur verið við að kæmi til Íslands fannst 20. okt rétt sunnan við Selfoss, mjallgæs Anser rossii. Mjallgæs er náskyld snjógæs og mjög lík henni í útliti, áberandi minni og með minna nef, þær eru Norður Ameriskar að uppruna. Mynd: Brynjúlfur Brynjólfsson.

DSCN2299

En mjög óvænt fannst Ameriskur máfur á Höfn 17. nóv, heiðmáfur Larus glaucescens. Heiðmáfar eru mjög sjaldséðir í Evrópu enda eru heimkynni þeirra á vesturströnd Norður Ameríku og austast í Asíu. Mynd: Brynjúlfur Brynjólfsson.

heidmafur17112013

Og að loku fannst svo brjósttittlingur Melospiza lincolnii sem er Amerískur spörfugl, í Gróðrarstöðinn Þöll í Hafnarfirði þann 7. des og er þar enn. Brjósttittlingar eru sjaldséðir í Evrópu. Mikil umræða varð um þetta fallega nafn sem hann fékk “brjósttittlingur”. Mynd: Brynjúlfur Brynjólfsson.

brjósttittlingur