Flækingar dagsins / Rarities of the day

SA-land:
Höfn, bærinn: Kjarnbítur og hettsöngvari (kvk), Ægissíða: Gráspör (kk). Horn í Nesjum: Kúhegri og gráhegri. Stóraból á M’yrum: Rákönd og 4 skeiðendur (2 pör).
Landið:
Álftanes, Bessastaðri: Austræn margæs. Reykjavík, Árbæjarhverfi: Blendingur hringönd x skúfönd (kk).

bjugnefja@smart.is

Flækingar dagsins / Rarities of the day

SA-land:
Höfn: Þaraþerna.
Landið:
Húsavík: Æðarkóngur (kvk). Sólbrekka á Suðrnesjum: Söngþröstur. Seltjarnanes, Bakkatjörn: Hringmáfur: Eyrarbakki: Fjöruspói.

bjugnefja@smart.is

Flækingar dagsins / Rarities of the day

SA-land:
Höfn: Þaraþerna, bærinn: Gráspör (kk), kjarnbítur og hettusöngvari (kvk). Freysnes í Öræfum: Söngþröstur. Horn í Nesjum: Kúhegri.
Landið:
Holtsós undir Eyjafjöllum: 2 gráhegrar. Öndverðarnes: Vepja. Akureyri: Kjarnbítur. Öndverðarnes: Æðarkóngur. Seltjarnarnes, Bakkatjörn: Þaraþerna, út af Gróttu: Æðarkóngur. Kolgrafarfjörður: Æðarkóngur.

bjugnefja@smart.is

Farfuglar/Migration

Mikið að koma inn af rauðhöfðaöndum og urtönd og sáust 250 rauðhöfðaendur og 165 urtendur auk 10 grafanda á Fornustekkarotum og Kríutjörn í Nesjum. Á Þveit í Nesjum voru 21 skúfönd, 60 duggendur, 29 rauðhöfðaendur og 8 lómar. Við Krossbæ í Nesjum voru 25 urtendur. Við Gerði í Suðursveit voru margæs og 30 helsingjar og á túnum við Hala í Suðursveit, 110 helsingjar, 15 heiðlóur og um 750 skógarþrestir.

bjugnefja@smart.is

Flækingar dagsins / Rarities of the day

SA-land:
Höfn, bærinn: Gráspör (kk), fjallafinka, 2 hettusöngvarar (kk og kvk), Einarslundur: Dvergtittlingur. Kríutjörn í Nesjum: Gráhegri. Krossbær í Nesjum: Gráhegri. Horn í Nesjum: Kúhegri.
Landið:
Víkingavatn í Kelduhverfi: Glóbrystingur. Húsavík: Æðarkóngur (kvk). Reykjavík, Elliðavatn: Gráhegri. Hafnarfjörður, bærinn: Glóbrystingur. Urriðavatn í Garðabær: 2 gráhegrar. Öndverarnes: Vepja. Egilsstaðir: 3 víxlnefir.

bjugnefja@smart.is

Farfuglar/Migration

Á Flóanum við Höfn hefur jaðrakananum fjölgað mikið eru orðnir 220 þar var líka 40 rauðhöfðaendur. Heiðlóur og hrossagaukar sjást nú orðið víða í Hornafirði og ættu að fara að sjást um allt land á næstu dögum. Tvær skeiðendur sáust við hesthúsin í Nesjum.

bjugnefja@smart.is

Flækingar dagsins / Rarities of the day

SA-land:
Höfn, bærinn: Gráspör, kjarnbítur, fjallafinka og 2 hettusöngvarar (kk og kvk), Óslandssker: 2 þaraþernur, við golfvöllinn: Þaraþerna. Þveit í Nesjum: Blendingur hringönd x skúfönd (kk).
Landið:
Húsavík: Söngþröstur. Leirhöfn á Melrakkasléttu: ógr. heiðir (bláheiðir)

bjugnefja@smart.is

Farfuglar/Migration

Á Stekkakeldu við Höfn, voru 44 jaðrakanar og 23 brandendur. Helsingjum hefur fjölgað mikið við Hellisholt á Mýrum voru 550, Yfir 1000 við Flatey og þar voru um 4000 heiðagæsir líka. Á Fífutjörn í Suðursveit voru 2 grafendur og 3 lómar. Á Steinsandi í Suðursveit  var frekar rólegt en þar voru um 100 heiðagæsir og 12 helsingjar. Á túnum við Stafafell í Lóni voru yfir 300 heiðagæsir, 34 grágæsir, 4 helsingjar, heiðlóur og skógarþrestir. Við Vík í Loni 117 helsingjar, 43 heiðagæsir, einnig heiðlóur og skógarþrestir. Mörg hundruð tjaldar eru nú í Hornafirði og Skarðsfirði.

bjugnefja@smart.is

Flækingar dagsins / Rarities of the day

SA-land:
Höfn, bærinn: Gráspör (kk) og hettusöngvari (kvk), Óslandstjörn: Dvergmáfur, Óslandssker: 2 þaraþernur. Lón: Hnúðsvanur. Horn í Nesjum: Kúhegri.
Landið:
Víkingavatn í Kelduhverfi: Glóbrystingur. Húsavík: Söngþröstur. Selfoss: Fjallafinka. Reykjavík, efst á Elliðaá: Gráhegri.

bjugnefja@smart.is

Flækingar dagsins / Rarities of the day

SA-land:
Höfn, bærinn: Gráspör (kk) og hettusöngvari (kvk), Flóinn: 6 fjöruspóar, Ósland: Þaraþerna, Sandbakkasker: Þaraþerna.  Horn í Nesjum: Kúhegri og gráhegri.
Landið:
Víkingavatn í Kelduhverfi: Glóbrystingur. Silfurstjarnan í Núpasveit: Bókfinka (kk). Húsavík: Hrímtittlingur. Selfoss: Fjallafinka. Seltjarnarnes: Þaraþerna og hringmáfur. Ólafsfjörður: Kjarnbítur og glóbrystingur. Eyrarbakki: Grálóa. Siglufjörður: Fjallafinka. Hólmavík: Eyrugla.

bjugnefja@smart.is

Farfuglar/Migration

Við golfvöllin á Höfn voru 14 blesgæsir, 12 rauðöfðaendur og 2 helsingjar. Á Sílavík á Höfn voru 3 sandlóur. Heiðagæsum fjölgar hratt þessa dagana á Suðausturlandi og helsingjum fjölgar líka, 50 voru við Hjarðarnes í Nesjum og yfir 400 við Grænahraun  í Nesjum. Þó ekki hafi enn komið stór skógarþrastar ganga á og við Höfn er samt töluverður reytingur af þeim út um allt. Á Þveit í Nesjum voru komnar 4 skúfendur, 4 duggendur og 6 lómar.

bjugnefja@smart.is

Flækingar dagsins / Rarities of the day

SA-land:
Höfn, bærinn: Hettusöngvari (kvk), Einarslundur: 2 hringdúfur.
Landið:
Húsavík: söngþröstur og hrímtittlingur. Víkingavatn í Kelduhverfi: Glóbrystingur. Siglufjörður: Glóbrystingur og fjallafinka. Grindavík: Korpönd. Heimaey: Hvítfálki. Ólafsfjörður: Kjarnbítur og fjallafinka.

bjugnefja@smart.is

Farfuglar/Migration

Á Sílavík voru 8 jaðrakanar og svo sást fyrsti þúfutittlingurinn. Á Flóanum við Höfn voru 18 jaðrakanar, 3 gargendur og 4 grafendur. Helsingjar komnir í Græanahraun í Nesjum, í morgun voru tveir en orðnir yfir 50 í kvöld. Rétt við Einarslun voru 2 heiðlóur.

bjugnefja@smart.is

Flækingar dagsins / Rarities of the day

SA-land:
Höfn, bærinn: Grásör (kk) og 2 hettusöngvarar (kk og kvk). 
Landið:
Víkingavatn í Kelduhverfi: Glóbrystingur. Húsavík: Hrímtittlingur og söngþröstur. Selfoss: Fjallafinka. Lambhúsatjörn á Álftanesi: Ljóshöfðaönd (kk). Þórshöfn: 2 hringdúfur. Hafnarfjörður, bærinn: Glóbrystingur. Við Óseyrarbrú: Æðarkóngur (kk).

bjugnefja@smart.is

Farfuglar/Migration

Á Höfn snar fjölgaði skógaþröstum í morgun í hríðarkófinu, einhver hundruð fuglar, einnig hafa sést nokkur hundruð hrossagaukar, nokkrir um eða yfir 50 fugla hópar koma yfir Höfn auk stakra fugla. Níju helsingjar, slatti af hrossagaukum, 12 stelkar, 3 skúfendur og 2 grafendur flugu framhjá Júllatúni á Höfn. Yfir 20 hrossagaukar í Sólbrekku á Suðrnesjum.

bjugnefja@smart.is

Farfuglar/Migration

Á Sílavík á Höfn voru 19 jaðrakanar. Í Lóni voru álftirnar orðnar 7300 og með þeim einn hnúðsvanur (ungfugl), einnig um 250 rauðahöfðaendur

bjugnefja@smart.is