Farfuglar

Í gær sást skúfönd á Óslandstjörn en þetta er sú fyrsta í ár og svo var skúfönd komin á Þveit í morgun, grafaandarsteggur var á Bjarnanesrotum við hesthúsin. Rauðhöfaöndum og urtöndum hefur fjölgað töluvert. Álftir hafa komið jafnt og þétt til landsins og töluvert er komið af grágæsum og heiðagæsum. Mikið er komið af tjöldum við Höfn og þeir eru farnir að sjást víða um land. Þúsundir af ritum voru utan við Austur- og Suðurfjörur utan við Höfn, ekkert hefur sést af ritum við Höfn í vetur.

binni@bbprentun.com